Forsíđa
Fréttir
Spurt og svarađ
Frćđsla
Skýrslur
Spjall
Tenglar
Um ráđgjöfina
Póstur
heilthing.is
 

 
Fréttir

 
5. júní 2013 11:22

Reyksíminn fćr hvatningarverđlaun Embćttis landlćknis á Degi án tóbaks 2013

Ţingeysku verđlaunahafarnir
Á alţjóđalega „Deginum án tóbaks“, 31. maí, var efnt til morgunverđarfundar fyrir tilstilli Fagráđs í tóbaksvörnum og Embćttis landlćknis á Grand hótel í Reykjavík. Á ţessum fundi var verkefni Heilbrigđisstofnunar Ţingeyinga (HŢ), Ráđgjöf í reykbindindi (RíR) veitt hvatningarverđlaun fyrir ötult starf í tóbaksvörnum undanfarin 13 ár. Jón Helgi Björnsson, framkvćmdastjóri HŢ, veitti verđlaununum viđtöku og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri RíR, flutti erindi um starfsemi RíR. Verđlaunin voru málverk sem ber heitiđ „Gamlárskvöld“ og er eftir Karólínu Lárusdóttur. Heiti verksins á vel viđ ţar sem áramótin eru mesti annatími RíR, en margir nota áramótin til ađ takast á viđ lífsstílsbreytingar og ţiggja ađstođ RíR viđ tóbaksbindindi sitt.

 

Landspítalinn hlaut einnig hvatningarverđlaun Embćttis landlćknis fyrir stefnumótun sína í tóbaksvörnum. Landspítali hefur unniđ ötult starf viđ ađ mynda og hrinda í framkvćmd nýrri stefnu í tóbaksvörnum.

 

Heiđursviđurkenningu hlaut Jón Ármann Héđinsson, fyrrverandi alţingismađur og Húsvíkingur, fyrir frumkvćđi í baráttunni gegn tóbaki, en hann var flutningsmađur frumvarps um bann viđ tóbaksauglýsingum sem samţykkt var á Alţingi voriđ 1971 og tók gildi í ársbyrjun 1972. Jón Ármann náđi međ stađfestu og ţrautseigju ađ koma sínu málefni í gegnum ţingiđ sem var jafnframt fyrsta frumvarpiđ í tóbaksvörnum á  Íslandi. Jón Ármann á ţví stóran ţátt í ađ Íslendingar hafa veriđ í forystu í tóbaksvörnum í gegnum tíđina. Til marks um ţađ er ađ rúm 40 ár eru frá lagasetningu Jóns Ármanns, en Alţjóđaheilbrigđismálastofnunin tileinkađi Degi án tóbaks áriđ 2013 auglýsingabanni gegn tóbaki. Jón Ármann var ţví langt á undan sinni samtíđ međ ţessa lagasetningu sína.

 

Ljóst er ađ Ţingeyingar hafa sett mark sitt á tóbaksvarnir í gegnum tíđina og gera enn svo eftir er tekiđ. Nú er svo spurning hvort Ţingeyingar verđi fyrstir til ađ geta lýst yfir tóbakslausu hérađi, en erlendir spekingar hafa reiknađ út ađ Ísland eigi ađ geta orđiđ tóbakslaust áriđ 2033. Ćttu Ţingeyingar ţá ekki ađ geta orđiđ tóbakslausir áriđ 2025?

 

 

 

Jóhanna S. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri RíR


Til baka


yfirlit frétta